Samfélagsnet sem ekki er til sölu.
Heimastreymið þitt ætti að vera fullt af einhverju sem skiptir þig máli, ekki einhverju sem stórfyrirtæki telur að þú eigir að sjá. Þetta er grundvallarbreyting á samfélagsmiðlun, aftur í höndum fólksins.
Hafðu stjórn á þinni eigin tímalínu
Þú veist best hvað þú vilt sjá í heimastreyminu þínu. Engin reiknirit eða auglýsingar að þvælast fyrir. Fylgstu af einum aðgangi með hverjum sem er á milli Mastodon-netþjóna og fáðu færslurnar þeirra í tímaröð, þannig geturðu útbúið þitt eigið lítið horn á internetinu þar sem hlutirnir eru að þínu skapi.
Kanna nánarByggðu upp orðspor þitt og áheyrendafjölda
Mastodon gefur þér einstakt tækifæri til að eiga í samskiptum við áhorfendur þína milliliðalaust. Mastodon-netþjónn sem settur er upp á þínu eigin kerfi er ekki undir stjórn neins nema þín og gerir þér kleift að fylgjast með og eiga fylgjendur á hverjum þeim Mastodon-netþjóni sem er tengdur við internetið.
Kanna nánarUmsjón með efni eins og slík á að vera
Mastodon setur ákvarðanatökur aftur í þínar hendur. Hver netþjónn býr til sínar eigin reglur og venjur, sem gilda fyrir þann netþjón en eru ekki boðaðar með valdi að ofan og niður líkt og á samfélagsnetum stórfyrirtækja. Á þennan hátt svarar samfélagsmiðillinn þörfum mismunandi hópa. Taktu þátt á netþjóni með reglum sem þú samþykkir, eða hýstu þinn eigin.
Finndu netþjónÓviðjafnanleg sköpunargleði
Mastodon styður færslur með hljóði, myndum og myndskeiðum, lýsingum fyrir aukið aðgengi, kannanir, aðvörunum vegna efnis, hreyanlegum auðkennismyndum, sérsniðnum tjáningartáknum, utanskurði smámynda ásamt fleiru; til að hjálpa þér við að tjá þig á netinu. Hvort sem þú sért að gefa út listina þína, tónlist eða hlaðvarp, þá er Mastodon til staðar fyrir þig.
Kanna nánarHvers vegna Mastodon?
Hvað eru notendurnir okkar að segja
Ævinlega óháð
Mastodon er frjáls hugbúnaður með opinn grunnkóða sem þróaður er af sjálfseignarstofnun án hagnaðarmarkmiða. Stuðningur almennings gerir viðhald hugbúnaðarins og framþróun mögulega.
Stutt af
Að vera stuðningsaðili þýðir ekki aukin áhrif. Mastodon er alveg sjálfstætt.