Sannvottun á Mastodon
Sannvottun auðkenna á Mastodon er fyrir alla. Byggist á opnum vefstöðlum, frjálst og ókeypis, núna sem endranær.
Með áherslu á friðhelgi gagnanna þinna
Þú þarft ekkert að senda inn skjöl frá þér neins staðar, þannig að þá er engin hætta á að þeim sé lekið.
Fyrir alla
Þú þarft ekki að tilheyra fræga fólkinu til að sannreyna auðkennin þín. Þú þarft bara að eiga vefsvæði eða vefsíðu.
Dreifhýst
Það er engin þörf á að treysta miðlægu yfirvaldi. Sannvottun má staðfesta handvirkt hvenær sem er.
Það er ekkert blátt merki
Auðkenni er ekki spurning um já eða nei. Í heiminum eru í rauninni ekki svo mörg algerlega einstök nöfn, þannig að hvers vegna ættu bara þeir sem eru frægir að fá "já"? Á Mastodon reiðum við okkur ekki á lögformleg nöfn og blá merki. Í staðinn reiðum við okkur á þá staðreynd að fólk geti auðkennt sig með opinberum vefsvæðum sínum.
Svona gerum við
Settu tengil í notandasnið þitt á Mastodon inn á vefsvæðið þitt eða vefsíðu sem þú átt. Það mikilvægasta í þessu er að tengillinn þarf að innihalda rel="me"
eigindi. Síðan skaltu breyta Mastodon notandasniðinu þínu og setja slóð vefsvæðisins eða vefsíðunnar inn í einn af fjórum reitum sem þar eru. Vistaðu notandasniðið og þá er það komið!